top of page
Search
Writer's pictureÓskar Þór Þráinsson

Frá Úlfljótsvatni yfir Lyndalsheiði á Laugarvatn í 7undu ferð


Laugardaginn 1. maí fóru þrír langleiddir hlauparar sjöunda legginn frá Úlfljótsvatni á Laugarvatn í frábærri ferð. Leiðin var mun skárri en við þorðum að vona, kominn er vísir að góðum auðförnu reiðstíg upp með Úlfljótsvatni og á Lyngdalsheiðinni var nánast engin bleyta og drulla eins og búist var við, en sá hluti var samt sem áður seinfarinn á þröngum kindastígum og djúpum reiðleiðarförum. Það sem helst tafði för var að þótt það væri léttskýjað og sól á köflum var með kaldara móti, frost enn í mold eftir nóttina og þéttingsblíður andvari á hraðferð klappaði okkur ljúflega um kinnar alla leiðina frá upphafi til enda. Eftir Lyngdalsheiðina fórum við upp á og yfir Litla Reyðarbarm sem gaf okkur gríðarlega magnaða yfirsýn bæði fram og til baka yfir leiðina en þar var samt varla stætt vegna "andvarans" sem reif meðal annars smávegis bút úr Langleiðarflagginu.

Við fórum niður af barminum niður á Gjábakka veg að Laugarvatnshelli og þaðan eftir Gjabakkavegin með sama blessaða andvaran alla leið niður í Laugarvatnsskóg um skemmtilegan skógarstíg og niður á tjaldsvæðið þar sem við enduðum þreyttir og sælir á að dýfa okkur í Fontana pottana með smá recovery drykk.


Heilt yfir frábær ferð í góðum hópi yfir enn eitt magnaða svæðið á þessari leið.

Næst er stefnt á Laugarvatn - Geysi ~30km leið um þéttbýlasta svæði leiðarinnar sunnudaginn 16. maí.


13 views0 comments

Recent Posts

See All

Commentaires


bottom of page