top of page
Search
  • Writer's pictureÓskar Þór Þráinsson

Líður að næsta hlaupasumri: Langleiðin 2021


Örnefnasjá Landmælinga Íslands https://ornefnasja.lmi.is/mapview/?application=ornefnasja

Veturinn er búinn að vera býsna léttur og því hef ég verið mikið á hlaupum á nánast auðum stígum og fellum í nágrenni Reykjavíkur og Mosó. Eftir skráningarvesenið í kringum Laugarveginn (sem ég tók reyndar ekki þátt í að þessu sinni) og eftir að fylgjast með nýjum utanvegahlaupum í sumar spretta upp eins og gorkúlur er ég ekki frá því að það sé að koma Langleiðarfiðringur í kroppinn.


Ég er því byrjaður að spá og spekúlera í framvindu verkefnisins og hvernig best sé að tækla næsta sumar. Ég hafði teiknað upp síðasta haust pælingar um að fara næst Úlfljótsvatn -> Laugarvatns helgi. Þaðan í Brúarárforss, síðan á Geysi og loks upp á Tungnafellsheiði, en hana þarf að þvera til þess að koma sér upp á Sprengisand. Ég var því með í huga að teikna upp um 25km leiðir til að byrja með. Þá var ég ekki búinn að mynda mér nægilega góða skoðun um hvernig ég kæmist í Nýjadal því kortum og "heatmap" leiðum fer nú æ fækkandi.


Til þess að komst að betri niðurstöðu fór ég núna í byrjun mars og hitti fyrir Ingunni, "Mæðgur á fjöllum" til að forvitnast nánar um hvaða leið þær mæðgur gengu í áframhaldi. Þær höfðu valið að fara um Þingvelli, gegnum Laugarvatn og Geysi en fóru Laxárgljúfrin áður en þær komu niður að Þjórsá. Ég kom að sjálfsögðu ekki að tómum kofanum og fræddist margt og mikið um leiðarvalið um uppsveitirnar og ekki síður um möguleika á gömlum og nýjum Sprengisandsleiðum. Með þessar upplýsingar og aðeins nýja sýn á framhaldið hef ég ákveðið að lengja hvern legg hér eftir. Ég er búinn að reikna út að með því að lengja hverja ferð úr ~24km í ~30km næ ég til dæmis að fækka ferðum um eina upp á Sprengisand úr 4 niður í 3. Ég er líka búinn að sjá að Hengill Ultra, Tvöföld vesturgata og önnur hlaupaplön hafa aðeins áhrif á skipulagið. Planið verður þess vegna að ná amk tveimur leggjum snemmsumars í maí/júní og taka síðan eins marga leggi og kostur er, 2-4 í haust. Þá byrjar líka hálendisferðalagið sem þarf alltaf að gerast síðla sumars vegna færis. Leiðirnar eru að skýrast en nánara skipulag verður klárt í apríl. Ef tíðin helst svona verður jafnvel hægt að byrja í apríl.5 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page