top of page
Search
  • Writer's pictureÓskar Þór Þráinsson

Lagt af stað: Fyrsti leggur frá strönd inn í land

Updated: Oct 13, 2020


23.maí fór ég með fjölskyldu og góðum hlaupafélaga og vini og hóf nýtt ferðalag, markmið næstu ára, að hlaupa þvert yfir landið. Leiðin er kölluð Langleiðin og teygir sig frá Reykjanestá austur á Font á Langanesi. Við félagarnir fórum fyrsta áfangann, frá Reykjanestá í Bláalónið, um 26km leið um ægifagurt Reykjanesið. Þetta er alveg magnað svæði þar sem takast grýttar strendur með ærandi brimi, hrjóstrugir gjóskumelar með flugbeittum hraunnibbum við dúnmjúkar mosabreiður og hlýja gufustróka. Stefnan er sett á að klára Reykjanesið í sumar í nokkrum ferðum og vinna mig smám saman yfir landið.


Það var skemmtileg tilviljun að á miðju Eldborgarhrauni hlupum við uppi mæðgur sem voru einmitt í sömu erindagjörðum, þar að segja að leggja í fyrsta kafla Langleiðarinnar en þær ætla að ganga hana alla í sumar. Ég mun segja frá þessum ferðum mínum og halda utan um verkefnið á Langleidin.is fyrir áhugasama. Þegar ég hugsa til baka er ýmislegt sem stendur upp úr við þessa leið. Bæði er sjálfarsýnin í upphafi mjög skemmtileg en hlaupaleiðin þræðir sig innan um ýmiskonar hraunmyndanir af öllum stærðum og gerðum. Eldborgarhraun og Eldvörpin voru alveg einstök og ekki sakaði glampandi sól og blíða. Hlaupatími með pásum, ljósmyndastoppum og spjalli var um 4 klst.


11 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentarios


bottom of page