top of page
Search
  • Writer's pictureÓskar Þór Þráinsson

Leiðarval yfir landið

Updated: May 11, 2020

Um pælingar varðandi leiðarval og hvernig ólíkur samgöngumáti hentar ólíkum leiðum

Þegar ég byrjaði að setjast fyrir alvöru yfir Langleiðina byrjaði ég eðlilega að skoða hvað aðrir hafa gert.

Það er talsverður fjöldi fólks og hópa sem farið hafa þessa leið í einu lagi eða á lengri tíma. Göngumenn sem farið hafa leiðina í einu lagi hafa gjarnan sótt í ófarna slóða og reynt að fara styttri og beinni leiðir. Sem dæmi má nefna fór Steingrímur Reykjanesið, upp yfir Þingvelli að Langjökli, nánast þvert yfir hálendið og síðan Möðrudalinn og Haugsöryfi beint út á Font.

Raðgöngu sem farnar hafa verið af Ferðafélaginu hafa gjarnan byrjað snemma árs og farnar í misjöfnum hita. Því hafa þeirra leiðir stundum ráðist af árstíma eins og að labba meðfram sjó á suðurlandi að Grindavík, fara undir Langjökul gegnum Kerlingafjöll, yfir Hofsjökul að hluta en fara síðan yfir hálendið þannig að farið er niður Jökulsárgljúfur að Ásbirgi áður en haldið er austur. Þá voru oft göngum hagað þannig að skoðaðir voru nærliggjandi toppar eða áhugaverðir staðir.

Útlendi ofurhlauparinn sem hljóp frá Seyðisfirði til Reykjanesbæjar fór nær eingöngu akvegi, og sprengisandsleið í heild sinni stystu leið. Sömu leið myndu hjólreiða-, hesta- og fjórhjólamenn fara að mestu.

Það er ljóst af þessu að hægt er að fara jafn margar leiðir og landið er stórt. Það er engin ein rétt leið og þær eru mis færar á skokki.

Þegar kemur að því að skipuleggja þessa leið þarf að vega og meta margt. Hvenær á að fara stystu leið, hvenær á að taka krók til að skoða og njóta? Á að fara upp á tinda á leiðinni eða reyna að halda hæð? Stærsta áskorunin er að komast yfir hálendið. Það er ljóst að það tekur um helming leiðarinnar og mun stjórnast mikið af veðri, vindum, árstíðum og fýsilegum leiðum. Ég mun án efa þurfa liðsinni þar og taka stærri túra í einu. Það er þó ekki á dagskrá þessa árs og því óþarfi að festa alla leiðina strax.

Helstu þættirnir sem ég stefni á að hafa í huga er að reyna að nýta skilgreindar gönguleiðir sem allra mest. Ég tel betra að nýta stíga og minni vegi en ætla að reyna að forðast bæði að fara út í algerar vegleysur og víðáttur nema færi sé þeimum betra og að sama skapi að reyna að forðast að fara þjóðvegi og malbikaðar leiðir.

Þá er æskilegt að hafa upphaf og endi hverrar leiðar aðgengilegar farartækjum upp á flutninga og að leiðir séu helst í kringum 20km, ekki lengri en 28 og ekki styttri en 18. Það á þó eftir að koma betur í ljós. Þetta er hins vegar ekki tímakeppni heldur aðallega spurning um að nota og njóta hverrar ferðar sem best.

Ég er þegar búinn að festa niður leiðina að mestu frá Reykjanestá upp að Hellisheiðavirkjun og líklega niður á Úlfljótsvatn. Mín er freistað að leggja leið mína um suðurlandsundirlendið um Laugarvatn, að stöng og þaðan upp á Sprengisand til þess að losna við jökla og jökulár ef farið er gegnum Kerlingafjöll. Það er samt svolítið miður því það væri gaman að fara þar í gegn. Ég á alveg eftir að stúdera hálendið en gæti séð fyrir mér að koma niður að Mývatni. Ég stefni í það minnsta á að hafa Jökulsárgljúfur hluta af leiðinni og taka undirlendisleiðina út á Font.

Þetta verður ævintýri og vonandi fæ ég flott fólk með mér í það að skipuleggja, spá og sköklera hver best sé að vera á ferli á hálendinu á tveimur skokkandi jafnfljótum.


34 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page