top of page
Search
  • Writer's pictureÓskar Þór Þráinsson

Stórir draumar

Updated: May 11, 2020

Af hverju í ósköpunum ætla ég að hlaupa Langleiðina?

17.júní 2013 hljóp ég mitt fyrsta hlaup í lífinu, 4.21km með syni mínum í Mikkamaraþoninu. Ég veit ekki hvort það var erfiðara fyrir 9 ára guttann eða mig sófakartöfluna í yfirþyngd.

Skemmst frá því að segja hóf ég þar vegferð mína að hlaupa fyrst 10km um haustið, fyrsta hálfmaraþonið 2015 og fyrsta maraþonið 2016. Síðan þá hafa hver áskorunin fallið af öðrum og leiðirnar legið að miklu leiti utan vega í náttúruhlaupum.

Ég heyrði af ferðum hjálparsveitarkappa sem gengu þvert yfir landið 2015 frá fjöru til fjöru og það heillaði mig strax. Á svipuðum tíma heyrði ég og fylgidst með Stefáni Gíslasyni sem setti sér markmið að fara 50 fjallvegi milli fertugs og fimmtugs sem hann og gerði.

Þegar ég heyrði fyrst af Langleiðinni fyrir nokkrum árum á flandri mínu um veraldarvefinn byrjaði að krauma í huga mínum pæling hvort sú leið væri eitthvað fyrir mig.

Eftir að ég kláraði Laugarvegshlaupið loksins, sumarið 2019, stóru áskorunina sem ég hafði verið að vinna að síðustu ár velti ég upp spurningunni: hvað næst?

Þar sem ég verð 40.ára í sumar, 27.júní er hef ég undanfarið ár verið að vega og meta, mæla og skoða og íhuga málið. Eftir talsverða íhugun, naflaskoðun hef ég ákveðið að fylgja fordæmum annarra, taka miðaldrafiðringinn alla leið og setja mér alvöru markmið:

Að fara Langleiðina yfir Ísland frá Reykjanestá yfir á Font á Langanesi í hlutum á næstu árum og klára þá leið ekki síður en fyrir 50tugt. Mér finnst ekki ósennilegt að verkefnið muni taka nokkur ár.

Nú er bara að grípa í hlaupaskóna, rýna í kortin og byrja. Það er aldrei að vita nema, það er ekkert víst að þetta klikki!


20 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page