top of page
Search
Writer's pictureÓskar Þór Þráinsson

Steingrímsstígur og undanfarar

Updated: May 13, 2020

Um Steingrím og ferðir ferðafélagsins 2010 og síðar


Steingrímur Hermannsson fór gönguleiðina yfir Ísland á um tveimur vikum sumarið 20008 mest á eigin vegum með tjald.

Leiðarlýsinguna vann hann sjálfur og má lesa um hana en þá er talað um leiðina undir nafninu Steingrímsstígur. Sjá um það hér: https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1031768/ . Ég hef ekki fundið eldri heimildir um þessa gönguleið en ég er nær viss um að hún hafi áður verið farin amk í pörtum áður.

Útivist gaf leiðinni nafnið "Langleiðin" þegar félagið bauð upp á raðgöngur 2008-2009. Það virðist marka upphaf ríkari "meðvitundar" um þetta sem skilgreinda leið. Ferðirnar voru farnar snemma árs frá 2.mars og fram eftir sumri bæði sem dagleiðir og sem nokkurra daga göngur. Talsverður fjöldi fólks kom að þessum göngum og þónokkrir gengu alla leiðina á þessum tíma. https://www.utivist.is/ferdir-og-dagskra/dagsferdir/album/107/langleidin

Útivist fór einnig af stað 2013 og endurtók sömu leið. Þá virðast ferðirnar hafa verið dagferðir snemma árs en 4-6 daga göngur yfir hálendið.

Sex konur hófu 2012 gönguleið sem þær kölluðu "Horn í Horn" sem "krossar" Ísland og hafa fleiri fylgt í kjölfarið, þar á meðal ferðir á vegum Útivistar.

Fleiri dæmi eru um ferðir að austan og niður eins og hlaup frá Seyðusfirði til Keflavíkur, Gönguskíðaferðir og fleira. Menn hafa líka farið þetta á fjórhjólum (https://www.vf.is/frettir/a-fjorhjolum-thvert-yfir-landid-fra-reykjanesi-a-langanes) og örugglega hestum. Ég finn ekki beina heimild um hjólreiðaferð á þessari leið, en það myndi ekki koma mér á óvart ef slíkt hefði verið gert.

Það er því ljóst að ég er ekki að finna upp hljólið en það er gríðarleg fjölbreytni í leiðarvali sem fyrirrennarar hafa farið. Ólíkir hópar hafa ólík markmið með svona göngu, allt frá því að fara stystu leið yfir í að toppa sem oftast á leiðinni. Náttúru- og utanvegahlaup krefjast aðlögunar á leiðinni því ekki er vænlegt að fara algerar vegleysur og jöklasporða á hlaupum en það er lítið sport í að hlaupa malbikaða þjóðvegi.

Ég er þegar farinn að leggjast yfir kortin, spá og spökulera, skoða möguleika og útfærslur... enda er það næstu helmingurinn af stuðinu, preppið.


39 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page