top of page
Langleidin-yfirlit_edited.jpg

Langleiðin

frá Reykjanestá þvert yfir landið að Fonti á Langanesi

Langleiðin_2kort.jpg

Um Langleiðina

Langleiðin er nafn á gönguleið sem hefst á Reykjarnestá, teygir sig skáhallt yfir Ísland og endar austur á Fonti á Langanesi. Leiðin er eins og rauður þráður gegnum landið en með ýmsum möguleikum á tilbreytingum. Í heildina er leiðin frá 650-800km eftir leiðarvali. Einstaklingar hafa farið hana í einni beit með göngutjald eða í smærri ferðum bæði í dags- eða raðferðum. Langleiðin er því fyrst og fremst vegferð frá upphafi til enda á tveimur jafnfljótum.

Þessi vefur er helgaður Langleiðinni, bæði því verkefni að fara Langleiðina sem náttúruhlaup á nokkrum árum sem og að vera leiðarvísir fyrir göngu-, hjóla- eða hestafólk. Vefnum er ætla að gagnast öðrum sem hafa áhuga á að kynnast leiðinni og setja sér sín eigin markmið en vonandi slást í hópinn á einhverju tímapunkti.

No events at the moment

Hafðu samband

+3546598000

  • Facebook
20200620_104327.jpg
bottom of page