top of page
langleidin3-comb.jpg

Leggur 3: Djúpavatn - Kaldárssel - Bláfjöll

Þriðji hluti langleiðarinnar liggur eftir grösugum grundum, hraunhellum og stígum frá bílastæðinu við Djúpavatn niður í móti að Krísuvíkurvegi, meðfram undirhlíðum Helgafells að Kaldárseli  um Selvogsgötuna upp í Grindarskörð, þaðan eftir gönguleið upp að skíðasvæðinu í Bláfjöllum og endar við skíðaskála Ullr.
Hægt er að skipta leiðinni upp í tvo styttri hluta til og frá Kaldársseli.

Leiðarlýsing

Vegalengd

36 km

Hækkun/lækkun

1425/1121 m

Undirlag

Hraun, möl, mosi, mold, þúfur

Leiðin

Fyrri hlutinn að Kaldarársseli er stikaður að mestu leiti eftir gönguleið sem kallast Reykjavegurinn. ​Seinni hlutinn frá Kaldársseli er stikaður eftir Reykjaveginum en einnig hluti Selvogsgötu.

Nánari lýsing

Leiðin frá Djúpavatni að Kaldársseli er líklega aðgengilegasti leggur Langleiðarinnar og sá hluti sem fer næst Höfuðborgarsvæðinu. Lagt er að stað frá vegvísinum við malarstæðið við nyrðri enda Djúpavatns. Ferðalangar eru hvattir til þess að rölta upp á litla hæð fyrir ofan til þess að fá yfirsýn yfir leið dagsins. Þaðan sést hve lækurinn hlykkjast þvers og kruss niður í móti. Leiðin er merkt sem Hrauntungustígur og hlykkjast niður í móti í áttina að Hafnarfirði. Farið er eftir grasi grónum túnum uns hraunhellur og stígar innan um úfið hraun taka við. Á km 5.5 er komið að myndarlegum hraunjaðri sem gaman er að labba uppá og virða fyrir sér umbrotin sem hafa átt sér stað. Á km 7 heldur Reykjavegurinn áfram eftir hraunjaðrinum en valið var að taka skarpa hægribeygju upp á hraunjaðarinn og krossa inn á Hrútagjá. Þar liggur ágætis stígur niður í mót gegnum gjána og er mjög skemmtileg leið, vel þess virði að taka þennan auka krók. Eftir þetta er komið niður á meira undirlendi og malarslóða. Þegar komið er yfir Krísuvíkurveg og komið er framhjá malarvinnslusvæðinu tekur við vel genginn og greiðfær stígur meðfram skjólsíðum Undirhlíðum Helgafells alveg inn að Kaldárseli. Leiðin endar við Kaldársveg þar sem gamla bílastæðið við Helgafell var.

 

Frá Kaldársseli og upp í Bláfjöll er leiðin nokkuð á fótinn. Hlaupið er áleiðis frá Kaldárseli, út fyrir Valahnúka og eftir gönguleiðinni Selvogsgata. Þeirri leið er fylgt í gegnum skemmtilega leið um hraun og kletta, yfir Bláfjallaveg og framhjá hellum og hólum upp í Grindarskörð. Þar er farið af Selvogsgötunni á stikaða gönguleið í áttina að Bláfjöllum. Þar þarf að fylgja gönguleiðinni gegnum Dauðadal yfir hraunið og ýmiskonar misjafn undirlag. Þessi gönguleið er minna farin er aðrar gönguleiðir og því minna til gengin og torfarin að hluta. Komið er inn á Bláfjallaveg ofarlega í námunda við skíðaskála Ármanns. Hér er kosið að halda áfram eftir malbikinu og yfir síðasta malarbílastæðið uns leggurinn endar á skíðasvæðinu við Bláfjöll við skála Ullr, gönguskíðafélags.
 

Seinni hlutinn er talsvert á fótinn og stígar farnir að versna á síðari hluta leiðarinnar. Einnig er mikilvægt að skoða vel veðurspá fyrir Bláfjallasvæðið sérstaklega. Það getur verið allt annað veður upp við Bláfjöll heldur en niður við Kaldársel.

Trakk

Garmin

Strava route

Fatmap 

Til athugunar

Fyrri hlutinn er einn auðveldasti hluti leiðarinnar en þó tæknilegur til að byrja með í hrauni og þröngum stígum. Auðvelt að aðskilja í tvo aðskilda hluta.

Myndasöfn

Ferðasögur

Ferðasaga Óskars 20.júní 2020

20200620_104327.jpg
bottom of page