LANGLEIÐIN Í 360°

Upplifðu leiðina eins við

Smelltu á [ ] hér við hliðina til þess að opna í fullscreen eða smelltu hér. Hægt er að skoða kortið í tölvu, síma eða í VR

 

SUMARIÐ 2022

 

NÁTTÚRUHLAUPALEIÐIN: FERÐALÝSINGAR

Neðangreindar tillögur að langleiðarleggjum miðast við náttúruhlaup. Reynt er að halda vegalengdum milli 19 og 26 km að meðaltali og þannig að auðvelt sé að komast að upphafs- og lokapunkti. Miðað er við að fylgja stígum og gönguleiðum eins og hægt er en forðast akvegi og þjóðvegi. Leitast er við að fara sem stystu leið heilt yfir en ef áhugaverð náttúrufyrirbrigði eru nærri er gjarnan tekinn smá krókur til þess að skoða. Ekki er leitast eftir að fara upp á fjallstoppa nema þeir séu beinlínis á gönguleið. Það er síðan hvers og eins að vega og meta og fara sína leið. Leiðirnar hér eru ekki heilagar eða fastmótaðar en ætlaðar að veita innsýn og miðla reynslu. Ef ætlunin er að ganga þær eða hjóla er hægt að eiga við leiðarval til að fara styttra eða auðvelda undirlag.

langleidin_1.jpg

LEGGUR 1: REYKJANESTÁ - BLÁALÓNIÐ (26KM)

6.júní  2020

Leiðin frá aukavitanum á Reykjanestá eftir stígum og slóðum gegnum hraun, sanda, jarðhita, yfir sprungur inn að bílastæðinu hjá Bláalóninu.

Langleidin_2.jpg

LEGGUR 2: BLÁALÓNIÐ - DJÚPAVATN

6. júní 2020

Annar hluti langleiðarinnar liggur frá Bláalóninu eftir gönguleiðinni Reykjaveginum yfir hryggi, gegnum hraun milli hálsa um náttúruundrið Sogið og að bílastæði í námunda við Djúpavatn.

Langleidin_3.jpg

LEGGUR 3: DJÚPAVATN - KALDÁRSSEL

2020

Þriðji hluti langleiðarinnar liggur eftir grösugum grundum, hraunhellum og stígum frá bílastæðinu við Djúpavatn niður í móti að Krísuvíkurvegi, meðfram undirhlíðum Helgafells að Kaldárseli

Langleidin_4.jpg

LEGGUR 4: KALDÁRSSEL - BLÁFJÖLL

2020

Fjórði hluti langleiðarinnar liggur frá Kaldársseli um Selvogsgötuna upp í Grindarskörð, þaðan eftir gönguleið upp að skíðasvæðinu í Bláfjöllum og endar við skíðaskála Ullr.

Langleiding_5.jpg

LEGGUR 5: BLÁFJÖLL - HELLISHEIÐAVIRKJUN

2020

Fimmti hluti leiðarinnar liggur upp fyrir Bláfjöll gegnum Lambafellshraun framhjá tveimur Eldborgum gegnum Lambafellsskarð, yfir Þrengsla- og undir Hellisheiðarveg og endar við Hellisheiðarvirkjun.

Langleidin_6.jpg

LEGGUR 6: HELLISHEIÐARVIRKJUN - ÚLFLJÓTSVATN ~28KM

2020

Sjötti hluti leiðareinnar er frá bílaplaninu við Hellisheiðarvirkjun gegnum Innstadal, yfir heiðina niður að heita læknum í  Reykjadal. Þaðan er farið um Grænsdal, upp á Álút og niðreftir niður í Grafning og loks Fossá. Síðasti spölurinn er eftir malarvegi inn að skátamiðstöðinni á Úlfljótsvatni.