Leiðarlýsing
Vegalengd
25km
Hækkun/lækkun
325,5/301,5m
Undirlag
Malarvegur, vel fær akvegur og einstaka grófari eða fínni kaflar
Leiðin
Þessi hluti langleiðarinnar er allur eftir aðal jeppamalarveginum sem ekin er á leiðinni upp í Sprengisandleið. Á tveimur stöðum er lítil stytting frá leiðinni inn á slóða með möl og sandi. Í venjulegu ári eru tvö vöð á þessari leið. 2023 var aðeins eitt mjög vatnslítið. Meðal brekkur upp og niður á leiðinni.
Trakk
Nánari lýsing
Leggurinn hefst uppi á Kistuöldu með magnað útsýni yfir Sprengisand, jöklasýn og allt um kring. Farið er niður á akveginn og honum fylgt alla dagleiðina. Nú blasa Tungnafellsjökulsfjöllin við í fjarska en landslagið eyðilegt. Vegurinn hlykkjast eftir landslaginu upp og niður hæðir og hóla og á stökum stað má sjá strá eða græna vin. Á einum stað er hægt að skoða gamlan árfarveg þar sem enn er að finna gróður en engan foss eftir virkjunarframkvæmdir. Hægt er að stytta leið á einum stað gegnum smávegis gilskorning. Í venjulegu ári væri fyrsta vað eftir um 14km nema ef um þurrkatímabil sé að ræða. Á 21km er komið inn í Vatnajökulsþjóðgarð. Stuttu síðar er komið að Fjórðungskvísl sem getur verið erfið yfirferðar. Síðasti hlutinn er örlítið upp og niður en endað er að hlaupa niður veginn að skálanum í Nýjadal.
Til athugunar
Til hliðar við akveginn er reiðslóði sem er nokkuð greinilegur. Hann er að jafnaði vinstra megin við veginn en krossar reglulega. Prófað var að hlaupa hann til að byrja með en undirlagið reyndist mjög mjúkt og sandkennt. Það reyndist því erfiðara að hlaupa í því undirlagi en á veginum. Í venjulegu ári eru tvö vöð á leiðinni. Það fyrra var skraufþurrt árið 2023 og það síðara svo vatnslítið að hægt var að stikkla yfir það. Í, eftir síðasta vaðið, væri hægt að fylgja árfarveginum niður að skála í stað þess að elta veginn en þar er enginn stígur.