top of page
20200425_113316_edited.jpg

Um langleiðina

Frá Steingrímsstíg til krossmarks yfir Ísland

Saga og helstu heimildir um langleiðina, fyrirrennara og almennur fróðleikur.

Hvað er langleiðin?

"Langleiðin" er gönguleið sem hefst á Reykjarnestá, teygir sig skáhallt yfir Ísland og endar austur á Fonti á Langanesi. Það hafa ýmsir farið hana á ýmsum tímum og ýmsar leiðir en í heildina er leiðin frá 650-800km eftir leiðarvali. Einstaklingar hafa farið hana í einni beit með göngutjald eða í smærri ferðum bæði dags, og lengri raðferðum. Leiðin snýst því fyrst og fremst um að fara alla leiðina frá upphafi til enda á tveimur jafnfljótum.

Hvernig hafa ferðalangar farið Langleiðina?

Langleiðin virðist að upplagi hafa verið gengin á tveimur jafnfljótum í lengri ferðum með göngutjald og útbúnað til útivistar. Á síðari árum hafa gönguhópar og félög farið leiðina bæði í dagsferðum og stökum raðgöngum yfir nokkra daga, gjarnan með trússi. Að minnsta kosti einn útlendingur hefur hlaupið öfuga langleiðina en þó mestmegins á vegum. Margir hlutar leiðarinnar hafa verið farnir á náttúruhlaupum á einhverjum tíma en ekki áður frá upphafi til enda.
Ekki eru þekktar sögur af hljólaferðum þessa leið.

Hver er tilgangurinn með "Langleidin.is"

Langleiðin.is er einkaframtak sem Óskar Þór Þráinsson hleypti af stokkunum 2020 í tilefni af fertugsafmælinu sínu 27.júní 2020. Tilgangurinn var og er að:

  1. Setja sjálfumsér stóra áskorun sem þarf að skipuleggja og framkvæma vandlega yfir einhver ár, amk fyrir fimmtugt

  2. Að kynnast göngu/hlaupaleiðum þvert yfir ísland

  3. Að taka saman upplýsingar um leiðina sér og öðrum til gagns og gamans ef einhverjir myndu vilja deila eigin reynslu af leiðinni eða fylgja í kjölfarið.

  4. Að halda utan um upplýsingar um Langleiðina á hvaða ferðamáta sem er hvort sem það er á hlaupum, gangi eða hjólum.

Verkefnið er að mörgu leiti unnið að fordæmi og fyrirmynd Stefáns Gíslasonar sem hljóp 50 fjallvegi milli fimmtugs og sextugs (fjallvegahlaup.is) og er enn að.

Öllum er meira en velkomið að vera með, enda er það gert á eigin ábyrgð. Dagskrá hlaupanna er birt með hóflegum fyrirvara ásamt því að trökk eru birt fyrir og eftir hlaup. Þátttakan er ókeypis, enda tilgangurinn ekki sá að afla fjár (þótt styrkir og kostun væri vel þegin). Að vísu þurfa þátttakendur að koma sér sjálfir á upphaf og frá leiðarlokum. Það kostar að einhvern tíma og skipulag.

Skáhalt yfir landið

Fyrstu tilvísanir í göngu yfir landið má finna í blöðum frá 2005 þegar Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður fór fótgangandi frá ystu tá Reykjaness norður á Langanes frá 21.júní til 13.júlí. Leiðarlýsinguna vann hann sjálfur og má lesa um hana en þá er talað um leiðina undir nafninu Steingrímsstígur. hér: https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1031768/

Útivist gaf leiðinni nafnið "Langleiðin" þegar félagið bauð upp á raðgöngur 2008-2009. Ferðirnar voru farnar snemma árs frá 2.mars og fram eftir sumri bæði sem dagleiðir og sem nokkurra daga göngur. Talsverður fjöldi fólks kom að þessum göngum og þónokkrir gengu alla leiðina á þessum tíma. https://www.utivist.is/ferdir-og-dagskra/dagsferdir/album/107/langleidin

Útivist fór einnig af stað 2013 og endurtók sömu leið.

Sex konur hófu 2012 gönguleið sem þær kölluðu "Horn í Horn" sem "krossar" Ísland og hafa fleiri fylgt í kjölfarið, þar á meðal ferðir á vegum Útivistar.

Fleiri dæmi eru um ferðir að austan og niður eins og hlaup frá Seyðusfirði til Keflavíkur, Gönguskíðaferðir og fleira.

Hér eru ýmsar heimildir sem gaman er að rýna í:

Nú er Útivist enn einusinni að fara af stað nema öfuga leið frá Fonti og suðvestur. Verkefnið hefst í ár og er til 2023. Sjá hér

3220.jpg

Vegferðir undanfara

Hefur þú farið langleiðina og vilt deila reynslunni

Hér að neðan er hugmyndin að safna saman frásögnum, myndum og öðrum heimildum um fyrri ferðir fólks þessa leið. Hafðu endilega samband ef þú vilt bæta við efni, aðstoða við uppsetningu, koma með tillögur eða ábendingar.

bottom of page