top of page

fim., 08. ágú.

|

Gæsavatnaleið

Gæsavatnaleið: Frá vatnaskilum að Víti 8. - 11. ágúst

Fjögurra daga hlaupaferð upp á hæsta hálendið þar sem markmiðið er að ferðast frá Gjóstu niður í Gæsavatnaskála og síðan eftir Gæsavatnaleið alla leið niður í víti.

Gæsavatnaleið: Frá vatnaskilum að Víti 8. - 11. ágúst
Gæsavatnaleið: Frá vatnaskilum að Víti 8. - 11. ágúst

Time & Location

08. ágú. 2024, 05:00 – 11. ágú. 2024, 23:50

Gæsavatnaleið, Austurleið, 701, Iceland

About the event

Haustið 2024 er stefnan sett á næstu Langleiðarferð. Þá verður markmiðið að fara 3-4 leggi eftir aðstæðum. Í fyrstu drögum er búið a teikna upp fjóra leggi. Fyrst frá Gjóstu að Gæsavatnaskála, næst að Urðarhálsi, þá Holuhrauni og enda í Dreka við Öskju. Þetta eru um 100 km í heild. Veður, færð og líkamsástand gæti stytt eða lengt tiltekna daga en reynt verður að komast eins langt áleiðis og hægt er, í það minnsta yfir Flæðurnar að Holuhrauni.

Búið er að tryggja einn bíl og tvo trússara í verkið og ferðin því fest. Þessi ferð er sú erfiðasta yfirferðar bæði vegna lengdar frá siðmenningu en líka að þetta eru mestu ófærurnar. Hér þurfa bílar að vera vel- eða sérútbúnir til að takast á við hálendisvegi, vöð og annað sem upp getur komið.  Öll eru velkomin að útvega sér bílstjóra og koma með. Allar fjórar dagleiðir eru 20-30km en hlauparar með trúss geta vel samið við sína bílstjóra um að vera settir út eða teknir upp á öðrum stöðum eða sleppt ákveðnum dögum. Hér eru drög að dagskrá:

Fimmtudagur 8.ágúst 

Lagt væri af stað mjög mjög snemma, frá Reykjavík, stoppað á síðustu bensínstöðinni haldið upp í Nýjalda þar sem hlauparar geta skipt um föt og hresst sig við. Þá er ekið áfram upp að bílastæðinu við Gjóstu þar sem síðasti leggurinn 2023 endaði. Þar eru hlauparar settir út en ökumenn halda í Gæsavatnaskála til að koma sér fyrir.

Drög að dagleið 1: Gjósta - Gæsavötn: https://www.strava.com/routes/3121011202560340412

Leiðarlýsing: Leiðin er eftir grófum akvegi að mestu leiti niður í móti fyrstu 15 km. Hníflar verða skoðaðir og fossinn Gjallandi sem er á neðsta kafla dagleiðarinnar. Þá er farið á brú yfir ána og haldið inn á Gæsavatnaleið. Síðustu 8km að Gæsavatnaskála eru lítillega á fótinn. Samtals um 26km en nokkuð auðfarnir.

 Hugmyndin er að setja upp "búðir" fyrir 3 nætur við Gæsavatnaskála og nota staðinn sem höfuðstöðvar. 

Föstudagur 9.ágúst

Drög að dagleið 2: Gæsavötn - Urðarháls: https://www.strava.com/routes/3121012280738052152

Leiðarlýsing: Leiðin heldur áfram eftir grófum jeppavegi. Fyrstu 6km eru nokkuð upp í móti en lækkar síðan jafnt og þétt. Hlaupið er um ægilegt umhverfi með jöklasýn á aðra hönd en ófærðina og hráu hálendissýnina á hina. Vegurinn hlykkjast víst áfram innan um hraundranga og potar sér áfram uns komið er að feiknar stóra gígnum á Urðarhálsi sem er jökulsorfin grágrýtisdyngja. Í kolli hennar er feiknastór gígur, 1100 m langur, 800 m breiður og 100 m djúpur, hömrum gyrtur.  Þar endum við dagleiðina (nema við ákveðum að lengja þann dag að Flæðunum sem væru um 5km í viðbót). Samtals um 25km með beygjum og bugðum en þokkalegu undirlagi.

Bílstjórar sækja hlaupara við Urðarháls og haldið er til baka í búðir. 

Laugardagur 10.ágúst

Bílstjórar aka með Hlaupara á Urðarháls.

Drög að dagleið 3: Urðarháls - Holuhraun: https://www.strava.com/routes/3121013106065962428 

Leiðarlýsing. Leiðin heldur áfram eftir veginum nú niður af Urðarhálsi með talsverðri lækkun niður á jafnsléttu þar sem Flæðurnar byrja. Flæðurnar eru efsti hluti jökulsár á fjöllum þar sem þær koma undan jöklinum og dreifa sér yfir sléttuna framan við hann. Þetta er heljarstór sandauðn sem getur verið mjög erfið yfirferðar nema sérútbúnum bílum. Hægt er að fara yfir þær með góðu móti ef vatnavextir eru ekki miklir og sandbleyta lítil. Það er víst mikil upplifun að ferðast um þennan kafla. Ef Flæðurnar reynast ófærar er annar slóði fær sem er um 3km lengri að fara en endir yrði á sama stað. Þegar komið er yfir Flæðurnar og á aðal veginn aftur tekur Holuhraun við manni svart og úfið. Hlaupið er nokkra kílómetra eftir því að bílastæði sem búið er að gera við hraunjaðarinn miðjan. Heildar vegalengd um 27km

Bílstjórar sækja hlaupara við Holuhraun eftir lengri vegi og haldið er til baka í búðir. (Hér væri líka möguleiki að setja upp búðir við Öskju.)

Sunnudagur 11.ágúst

Vaknað er mjög snemma, pakkað er saman í bíla til að undirbúa heimferð áður en bílstjórar aka með hlaupara að Holuhrauni og halda í Dreka.

Drög að dagleið 4: Holuhraun - Dreki:  https://www.strava.com/routes/3121017706022553020

Leiðarlýsing: Leiðin heldur áfram eftir svörtum söndum frá Holuhrauni um 10km leið áður en undirlagið breytist nærri Öskju. Þá tekur vegurinn að snúast til norðurs og Askja blasir ógnandi við hlaupurum. Síðustu Þá tekur um 100m hækkun. Síðustu kílómetrana er hægt að fara af veginum og inn á stikaða gönguleið sem endar við skálann í Dreka. Dagleiðin er um 19km.

Eftir að hlauparar hafa hresst sig við er Askja skoðuð á bíl og síðan haldið heim eftir öllum hálendisvegum og komið heim mjög seint.

---

Þetta plan er býsna metnaðarfullt og gerir ekki ráð fyrir vondu veðri eða uppákomum í akstri. Plönin verða aðlöguð eftir að stæðum.

Ætlar þú að koma með?

Share this event

bottom of page