Gæsavatnaleið: Frá vatnaskilum að Víti 8. - 11. ágúst
fim., 08. ágú.
|Gæsavatnaleið
Fjögurra daga hlaupaferð upp á hæsta hálendið þar sem markmiðið er að ferðast frá Gjóstu niður í Gæsavatnaskála og síðan eftir Gæsavatnaleið alla leið niður í víti.


Time & Location
08. ágú. 2024, 05:00 – 11. ágú. 2024, 23:50
Gæsavatnaleið, Austurleið, 701, Iceland
About the event
Haustið 2024 er stefnan sett á næstu Langleiðarferð. Þá verður markmiðið að fara 3-4 leggi eftir aðstæðum. Í fyrstu drögum er búið a teikna upp fjóra leggi. Fyrst frá Gjóstu að Gæsavatnaskála, næst að Urðarhálsi, þá Holuhrauni og enda í Dreka við Öskju. Þetta eru um 100 km í heild. Veður, færð og líkamsástand gæti stytt eða lengt tiltekna daga en reynt verður að komast eins langt áleiðis og hægt er, í það minnsta yfir Flæðurnar að Holuhrauni.
Búið er að tryggja einn bíl og tvo trússara í verkið og ferðin því fest. Þessi ferð er sú erfiðasta yfirferðar bæði vegna lengdar frá siðmenningu en líka að þetta eru mestu ófærurnar. Hér þurfa bílar að vera vel- eða sérútbúnir til að takast á við hálendisvegi, vöð og annað sem upp getur komið. Öll eru velkomin að útvega sér bílstjóra og koma með. Allar fjórar dagleiðir eru 20-30km en hlauparar með…