top of page

lau., 23. maí

|

Valahnúkamöl

Langleiðin 1 - Reykjanestá - Bláalónið (25km)

Fyrsti hluti langleiðarinnar frá aukavitanum á Reykjanestá í Bláalónið

Registration is Closed
See other events
Langleiðin 1 - Reykjanestá -  Bláalónið (25km)
Langleiðin 1 - Reykjanestá -  Bláalónið (25km)

Time & Location

23. maí 2020, 10:00

Valahnúkamöl, Iceland

About the event

Fyrsti hluti langleiðarinnar á náttúruhlaupum er leið frá aukavitanum á Reykjanestá eftir stígum og slóðum inn að Bláa lóninu.

Hvert teymi/hópur fyrir sig þarf að skipuleggja bílferðir og skuttl þannig að bíll sé staðsettur við lok leiðar við Bláa lónið en hlauparar hittast síðan á bílastæðinu við ströndina kammt frá Reykjanesvita. Lagt verður af stað labbandi frá bílastæðinu kl.11. 

Þaðan þarf að ganga um 2.5km að aukavitanum þar sem hlaup hefst.

Gera má ráð fyrir að hlaupið verði af stað um 11.40 eftir að búið er að taka myndir og skjalfesta upphaf vegferðarinnar.

Heildar vegalengd er áætluð rétt rúmir 25km á ýmiskonar undirlagi, möl, sandi, gróðri og hrauni. Hluti leiðarinnar er lítið eða illa stikaður með mjög grófu undirlagi og hrauni en stór hluti er eftir stikum og stígum. Nauðsynlegt er að vera í góðu formi þótt hægt verði farið á köflum. 

Tveir möguleikar eru á að stytta leiðina eða brjóta hana í sundur. Leiðin liggur yfir Nesveginn, þjóðveginn á Reykjanesinu, á 10. kílómeter. Á 18.kílómeter er komið að Eldvörpum þar sem hægt er að aka að. Á báðum stöðum væri hægt að koma fyrir bíl eða láta sækja sig og klára legginn á eigin vegum síðar.

Farið verður rólega yfir með stuttum pásum og einnig hægt að hópa sig saman í smærri hópa. Gert er ráð fyrir að þátttakendur beri eigin vökva og næringu og séu yfir höfuð á eigin ábyrgð.

GPX af leiðinni er hægt að sækja hér [LINK] og hér er track á Strava.  https://www.strava.com/routes/23744097

Nauðsynlegur útbúnaður:

- Drykkur og næring

- Sjúkrabúnaður ss. plástrar og bindi (bylta í hrauninu gæti haft slæmar afleiðingar)

- Sími/úr með GPS trakki

- Bíll eða far frá marki og upphafi

Share this event

bottom of page