top of page
Langleidin2023-1.jpg

Langleiðin 12: Versalir  - Kistualda 33km

Leiðin frá skálanum í Versölum upp fyrir Kvíslavatn að Kistuöldu á Sprengisandi

Leiðarlýsing

Vegalengd

33km

Hækkun/lækkun

1340/1162  m

Undirlag

Malarvegur, veituvegur með möl og sandi

Leiðin

Þessi hluti langleiðarinnar er allur eftir veituvegum og vel færum jeppamalarvegum. Ein brú er á veginum og smá kafli þar sem stytta má eftir malarslóða. Síðasti hlutinn er aðeins upp í móti.

Trakk

Nánari lýsing

Leggurinn hefst við skálann í Versölum. Farið er eftir fáförnum slóða frá skálanum yfir á veituveginn að Kvíslavatni. Vegurinn er mjög sléttur og liggur í löngum sveigjum oft svo langt sem augað eygir út í eilífðina. Fyrsti kaflinn liggur fram hjá Stóraverslóni. Þar er stuttur kafli sem farið er af veginum niður að lóninu. Lítil stytting en smá tilbreyting að komast niður að vatninu. Eftir það er leiðin frekar einsleit stærsta hluta leiðarinnar upp yfir Kvíslarvatn. Komið er að Svartárstíflu en vegurinn skiptist á að vera á löngum malaröldum eða á upphækkuðum veitubökkum. Helsta nýbreyttnin er við Þúfuversrstíflu þar sem hár varnargarður gefur maður sýn niður í Þúfuver. Við norður mörk Kvíslavatns er beygt til hægri í átt að Sprengisandsleið. Farið er yfir brú yfir veituskurð og tekur við nokkur hækkun síðustu kílómetrana. Þá verður landslagið örlítið fjölbreyttara og fjallasýnin fyrir norða byrjar að taka á sig mynd. Eftir örlítinn krók kringum Kistuöldu er komið inn á Sprengisandsleið og slóðanum fylgt upp á Kistöldu sjálfa. Þaðan er hægt að sjá alla dagleiðina og átta sig á hvílíkt gímald Kvíslatn er, vatnið sem ætlar aldrei að enda.

Til athugunar

Hægt væri að stytta legginn með því að fara að gagnamótum efst við Kvíslavatn eða að brúnni og geyma hækkun til næsta dags. Einnig væri hægt að fara venjulegu Sprengisandsleið. Sú leið væri um 1-2km styttri en felur fleiri hóla og hæðir í sér og einnig talsvert meiri umferð. 

Myndasöfn

Ferðasögur

20210814_151644.jpg
bottom of page